Fáir afburðanemendur og lítil samkennd hjá börnum í íslenskum grunnskólum

Minni samkennd mælist meðal nemenda í íslenskum grunnskólum en hjá jafnöldrum þeirra í skólum á hinum Norðurlöndunum.

Þetta er áhyggjuefni að sögn Ómars Arnar Magnússonar, skólastjóra Hagaskóla en niðurstaðan kemur fram í síðustu PISA-könnun.

Ómar Örn ræddi málið við Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöld. Enn er verið að funda vegna svartrar niðurstöðu í Pisa-könnuninni innan skólakerfisins en mikilvægt er að heimili,skólar og allt samfélagið  bæti menntun hér á landi að sögn Ómars og einn brýnt verkefni er að krakkarnir sýni náunga sínum meiri samhygð. Neikvæð breyting hefur orðið á hegðun gagnvart minnihlutahópum svo sem samkynhneigðum börnum.

Þá hefur orðið aukin stéttaskiping meðal nemenda sem tengist misgóðum skilningi nemenda á tungumálinu. Skólinn er ekki lengur það jöfnunartæki sem við héldum að hann væri heldur meira spegill samfélagsins að sögn skólastjórans.

Einnig er áhyggjuefni að samkvæmt rannsóknum fá íslenskir grunnskólanemendur nú ekki næga vitræna áskorun innan veggja skólastofunnar.

Fyrir vikið sýna rannsóknir að íslenska menntakerfið getur nú af sér umtalsvert færri afburðanemendur en ætli mætti miðað við höfðatölu á sama tíma og fleiri börn lenda í brasi með nám sitt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí