Fjöldagröf með hátt í 200 líkum finnst á Gaza

Palestínskt almannavarnarlið hefur fundið fjöldagröf á lóð Nasser sjúkrahússins í borginni Khan Younis, þar sem nú þegar hafa fundist um 180 lík. Gröfin fannst í gær og hefur uppgreftri verið haldið áfram í dag. Ísraelsher dró herlið sitt frá borginni 7. apríl síðastliðinn. Stærstur hluti borgarinnar er í rúst eftir linnulitlar sprengjuárásir Ísraela og bardaga í borginni. 

Al Jazeera fréttastöðin greinir frá þessu og fréttamaður þeirra á staðinum greinir frá því að fjöldagröfin hafi verið grafin af ísraelska hernum. Líkamsleifarnar séu meðal annars af öldruðum konum, börnum og ungum mönnum. Enn er talið að fjölda líka sé að finna í gröfinni. 

Fyrr í þessari viku fannst fjöldagröf við al-Shifa sjúkrahúsið og hafa fleiri fjöldagrafir fundist síðustu vikur. 

Yfir 34 þúsund Palestínumenn hafa nú verið drepnir í hernaði Ísraela á Gaza-ströndinni. Af hinum látnu eru að minnsta kosti tveir þriðjuhlutar konur og börn. Þá er talið ljóst að mannfallið sé enn meira þar eð fjöldi líka sé fastur undir rústum eða á svæðum sem björgunarlið hefur ekki getað komist til. 

Ísraelsher hefur haldið áfram þungum árásum sínum í nótt og í morgun, meðal annars á Rafahborg, þar sem 22 létust, þar af 18 börn, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gaza. Í fyrstu árásinni seint í nótt var heil fjölskylda drepin, hjón og þriggja ára gamalt barn þeirra, eftir því sem haft er eftir heilbrigðisstarfsfólki á Kuwaiti sjúkrahúsinu, en þangað voru lík fjölskyldunnar færð. Konan var þunguð og tókst læknum að bjarga ungabarninu. 

Í annarri árás féllu 17 börn og tvær konur, allar úr sömu fjölskyldunni. Í fyrrinótt féllu níu manns í loftárás á Rafah, þar af sex börn. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí