„Við höfum ekki efni á Samfylkingunni í forystu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson orku-, umhverfis og loftslagsráðherra í pólitískri umræðu við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld.
Ráðherrann líkir hugmyndum um Reykjavíkurmódelið án Sjálfstæðisflokksins í næstu ríkisstjórn við hótun. Samfylkingin hafi sýnt með verkum sínum í borginni að henni sé ekki treystandi. Þá gefur Guðlaugur Þór lítið fyrir þær breytingar sem Einar Þorsteinsson framsólknarmaður og borgarstjóri hafi lofað fyrir kosningar
„Unga fólkið er að fara úr borginni.“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarmálaráðherraog varaformaður Framsóknarflokksins er einnig í viðtali á Samstöðinni í kvöld. Upplýsir ráðherrann að aðhaldsaðgerðir séu fram undan til að fjármagna verkefni ríkisins.
Hér er klippa með ummælum Guðlaugs:
Rauða borðið – Guðlaugur Þór (youtube.com)
Í þættinum verður einnig farið yfirumboð Bjarna Benediktssonar til að leiða ríkisstjórn en hann er óvinsælastur stjórnmálamanna nú um stundir.