Guðlaugur Þór: Unga fólkið að flýja Reykjavík

„Við höfum ekki efni á Samfylkingunni í forystu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson orku-, umhverfis og loftslagsráðherra í pólitískri umræðu við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld.

Ráðherrann líkir hugmyndum um Reykjavíkurmódelið án Sjálfstæðisflokksins í næstu ríkisstjórn við hótun. Samfylkingin hafi sýnt með verkum sínum í borginni að henni sé ekki treystandi. Þá gefur Guðlaugur Þór lítið fyrir þær breytingar sem Einar Þorsteinsson framsólknarmaður og borgarstjóri hafi lofað fyrir kosningar

„Unga fólkið er að fara úr borginni.“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir viðskipta- og menningarmálaráðherraog varaformaður Framsóknarflokksins er einnig í viðtali á Samstöðinni í kvöld. Upplýsir ráðherrann að aðhaldsaðgerðir séu fram undan til að fjármagna verkefni ríkisins.

Hér er klippa með ummælum Guðlaugs:

Rauða borðið – Guðlaugur Þór (youtube.com)

Í þættinum verður einnig farið yfirumboð Bjarna Benediktssonar til að leiða ríkisstjórn en hann er óvinsælastur stjórnmálamanna nú um stundir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí