Guðrún hlaut mest fylgi til biskups

Nærri lá að Guðrún Karls Helgudóttir hlyti bindandi kosningu sem næsti biskup þjóðarinnar.

Þjóðkirkjan hefur upplýst að Guðrún fékk 46 prósent atkvæða en hefði þurft meirihluta til að um bindandi kosningu væri að ræða. Þrjú voru í kjöri, Guðmundar Karl Brynjarsson sem fékk næstflest atkvæði, fékk ríf 28 prósent en Elínborg Sturludóttir 25.5 prósent.

Næst verður því kosið milli Guðrúnar og Guðmundar Karls.

Prestar sem Samstöðin hefur rætt við um niðurstöður kjörsins nefna að bakland Guðrúnar sem auk þess að þjóna sem prestur hefur langa reynslu af kennslustörfum við guðfræðideild HÍ hafi orðið henni akkur. Hún hafi einnig góðar tengingar og komi vel fyrir.

Seinni umferð kosninganna hefst fimmtudaginn 2. maí og stendur í fimm daga. Meðlimir sóknarnefnda út um allt land eru stór hluti kjósenda en um þrír af hverjum fjórum sem höfðu kosningarétt nýttu sér hann í kosningunni.

Biskupsefnin tvö þjóna bæði sem prestar í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu.

Samstöðin ræddi við biskupsefnin þrjú síðasta sunnudag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí