Guðrún segist vel undirbúin fyrir biskupsembættið
„Ég hlakka til að halda samtalinu áfram næstu daga við kirkjufólk um allt land. Ég er vel undirbúin og hef trú á þeirri framtíðarsýn kirkjunnar sem ég hef verið að kynna og mun halda áfram að vinna að henni,“ segir sr. Guðrún Karls Helgudóttir sem var nálægt hreinum meirihluta í kjöri um biskup.
Úrslit voru kunngjörð í vikubyrjun. Kosið verður milli hennar í lokaumferð og sr. Guðmundar Karls Brynjarssonar.
„Ég er óendanlega þakklát fyrir þann mikla og góða stuðning sem mér hefur verið sýndur og þætti vænt um áframhaldandi stuðning ykkar í næstu umferð. Við þurfum að hjálpast að við að efla kirkju sem er í sókn,“ segir Guðrún.
Guðmund Karl skyldi þó engan afskrifa enn en hann hlaut nokkru færri atkvæði í fyrri legg kosningarinnar. Hann hefur meðal annars rætt mikilvægi þess að allir ræði trú, ekki bara prestar.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward