Heimsmarkaðsverð á matvælum hækkar eftir sjö mánaða samfellda lækkun

Heimsmarkaðsverð á matvælum hækkaði í mars eftir að hafa lækkað í sjö mánuði samfleytt. Hækkunin er knúin áfram af hækkunum á jurtaolíu, kjöti og mjólkurafurðum, að því er sést á nýjasta verðvísitölulista Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 

Vísitala FAO hækkaði upp í 118,3 punkta í mars, úr 117 punktum í febrúar. Vísitalan í febrúar var sú lægsta síðan í febrúar árið 2021, og var febrúar síðstliðinn sjöundi mánuðurinn í röð sem vísitalan lækkaði. 

Heimsmarkaðsverð á matvælum hefur fallið harkalega frá því í mars 2022, þegar það rauk upp í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Hvoru tveggja löndin eru stórir útflytjendur korns og annarra landbúnaðaafurða. 

Hækkunin í síðasta mánuði var mest þegar kemur að jurtaolíu, um átta prósent milli mánaða, og hækkuðu allar tegundir jurtaolíu þá. 

Vísitalan fyrir mjólkurafurðir hækkaði um 2,9 prósent, einkum vegna hækkunar á verði á ostum og smjöri. VErð á mjólkurafurðum hefur farið hækkandi síðasta hálfa árið. Kjötverðs vísitalan hækkaði um 1,7 prósent, vegna hærra verðs á fugla-, svína- og nautakjöti. 

Aftur á móti hélt verð á korni og sykri áfram að falla í mars, um 2,6 og 5,4 prósent frá fyrri mánuði. Hveiti hélt áfram að lækka vegna aukins framboðs og þess að Kínverjar féllu frá stórum kaupu. Sykur hækkaði vegna væntrar aukinnar framleiðslu í Indlandi og aukins framleiðsluhraða í Tælandi. Maís hækkaði hins vegar lítillega í verði, einkum vegna erfiðleika við útflutning frá Úkraínu. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí