Hera sögð versti keppandi sem Ísland gat sent í Evróvisjón

Samfélagið 4. apr 2024

„Hera virðist ætla að halda sig við að vera versti keppandinn sem við hefðum getað sent í þessum aðstæðum. Sérstaklega sorglegt þar sem hún er eða var alla vega velgjörð­ar­sendi­herra SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi,“ segir Svala Jónsdóttir kennari í ummælum við færslu Illuga Jökulssonar sem deilir á facebook erlendri frétt á eurovisionfun.com  um keppanda okkar Íslendinga í Evróvisjón.

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram í næsta mánuði. Ein úr íslensku áhöfninni hefur sagt sig frá keppninni af pólitískum ástæðum. Umdeilt er að Ísland taki þátt vegna yfirstandandi þjóðarmorðs Ísraela á Palestínumönnum.

Hera Björk Þórhallsdóttir sem bar sigur úr býtum í forkeppninni hefur þurft að verja þá ákvörðun að halda þátttöku sinni til streitu eftir að ljóst varð að Ísrael fengi að taka þátt í keppninni. Margir voru þeirrar skoðunar að framlag Palestínumanns sem lenti í öðru sæti hefði betur verið valið. Þá hefði Ísland sent út skilaboð í nafni mannúðar.

Hera segist í viðtalinu dá eigið lag. Hún elskar líka framlag Ísraels í keppninni að því er fram kemur. Hún segist tala fyrir mikilvægi fjölbreyttra skoðana. Hún þakkar Ísraelum stuðninginn og segist vonast til að Ísraelsmenn séu öruggir. Þau ummæli hafa vakið úlfúð á samfélagsmiðlum innanlands þar sem margir bera forréttindi Ísraela saman við ömurlegt hlutskipti Palestínufólks sem er að deyja úr hungri ofan á sprengjuárásir.

Sjá hér: https://youtu.be/qTPDal_V6RY

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí