Hrina banaslysa vekur ugg
Eins og Samstöðin greindi frá fyrr á árinu hófst árið 2024 verr í umferðinni en dæmi eru um í seinni tíð. Janúar tók hvert mannslífið á fætur öðru.
Tveir létust í Eyjafirði í vikunni eftir að bíll fór út af. Fjöldi þeirra sem hafa látist í umferðinni er nú 10 alls.
Á sama tíma í fyrra hafði einn látið lífið eftir umferðarslys. Allt árið 2023 létust átta í umferðinni á Íslandi þannig að fleiri hafa látist nú en í fyrra og samy er ekki nema þriðjungur ársins liðinn.
Morgunblaðið hefur eftir rannsóknastjóra á umferðarsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa að byrjunin á árinu hafi verið ein sú svartasta síðan bílaöld rann upp.
Banaslysahrinan hefur vakið ugg í brjósti Íslendinga og leitt til fyrirspurna á Alþingi í vetur. Myndina tók blaðamaður Samstöðvarinnar af umferðaróhappi í Húnavatnssýslu fyrr á árinu.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward