Inga segir ríkisstjórnina í aðför að öryrkjum – „Mér er orðið flökurt“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, lætur skammirnar dynja á ríkisstjórninni sem hún segir að níðist á þeim sem bágast standi en einbeiti sér að því að koma verðmætum eigum þjóðarinnar til vina og vandamanna. „Spilling, lögbrot, valdníðsla, vaxandi fátækt, versnandi skuldastaða heimila og fyrirtækja í hárri verðbólgu og okurvaxtaumhverfi, rýrnandi kaupmáttur og aðför að öryrkjum, fötluðum og öldruðum,“ þannig segist Inga hafa upplifað ríkisstjórnina síðustu sjö ár. 

Þetta kemur fram í grein Ingu í Morgunblaðinu í dag, þar sem hún fjallar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Segir Inga að ríkisstjórnin sé fullkomlega óhæf og beri ábyrgð á þeim efnahagslega glundroða sem nú ríki, sem birtist í því að skuldir ríkissjóðs muni vaxa um 360 milljarða króna á fimm árum, samkvæmt áætluninni. Nú þegar greiði ríkissjóður 117 milljarða króna í vexti. 

Inga segir jafnframt að henni sé orðið „flökurt“ af einbeittum vilja ríkisstjórnarinnar í hreinni aðför að öryrkjum og fötluðu fólki. Á næstu fimm árum eigi þannig að „spara 10 milljarða með því að fresta leiðréttingu á kjörum öryrkja um áramótin. Kjörum sem hafa setið eftir allt frá efnahagshruninu 2008. Ríflega 100 þúsund krónur vantar upp á mánaðargreiðslur til öryrkja svo þeir hafi fylgt launaþróun á tímabilinu, líkt og lög kveða á um.“

Þá segir Inga einnig að ríkisstjórnin rangtúlki ólögfestan samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og haldi því fram að fatlað fólk eigi að fara á almennan vinnumarkaði. Með því sé ráðist að fötluðu fólki sem starfi á vernduðum vinnustöðum og það sé „hrein og klár árás á öryggi og velferð fatlaðs fólks.“

Innviðir samfélagsins standi á brauðfótum, segir Inga, og hnignunin haldi áfram dag frá degi. „Það er sama hvert litið er nema ef vera skyldi hin styrka stoð fjármálaelítunnar sem fær að blómstra sem aldrei fyrr. Þetta er ríkisstjórn Íslands í hnotskurn sem einbeitir sér helst að því að koma verðmætum eigum þjóðarinnar til vina og vandamanna en níðist á þeim sem þarfnast hennar mest.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí