Kennarar í Frakklandi halda áfram að andmæla þeim umbótum á menntasviði sem ríkisstjórn Gabriels Attal forsætisráðherra hefur sett fram. Kennarar kalla þessar svokölluðu umbætur „þekkingarshock“ sem kannski má þýða sem „þekkingarlosta“ á íslensku.
Undanfarna mánuði hafa verið verkföll í landinu gegn umbótunum. Foreldrar og nemendur hafa tekið þátt í að mótmæla áætluninni, en samkvæmt henni yrðu nemendur flokkaðir í bekki eftir getu í stærðfræði og frönsku. Við Íslendingar þekkjum þessa aðferð vel sem hraðferð, miðferð og hægferð eða tossabekkur sem tíðkaðist alveg til aldamóta.
Kennarar fordæma þessar „umbætur“ sem „stéttarlega flokkun“ og telja þær ekki hjálpa neinum nemendum við námið. Stærðfræðikennari sagði að miðað við núverandi hugmyndir, „með fimmtán nemendur, alla í vanda, sé ég ekki hvernig hægt er að veita þeim sérstaka athygli á 55 mínútum í kennslustund.“ Hún bætti við: „Í fjölbreyttum bekkjum hjálpa nemendurnir hver öðrum… Við munum missa allt þannig.“
Eins dags verkfall var í Toulouse á mánudag 22 apríl, fyrsta dag kennsludag eftir páskafrí. Önnur verkföll og mótmæli voru líka meðal annars í Seine-Saint-Denis, sýslu þar sem fátækt er ein sú mesta í Frakklandi. Kennarar þar kröfðust aukinna úrræða fyrir skólana og foreldrar stuttu kröfu kennara og tóku þátt í mótmælunum. Móðir sagði að vegna kennaraskorts hafi eitt barn hennar „ekki fengið kennslu í skúlptúr í eitt ár og ekki í stærðfræði í sex mánuði.“
Mynd: Mánudaginn 22. apríl, boðaði verkalýðsfélögin til verkfalls kennara