Meira þarf til en háa vexti til að kæla hagkerfið samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Efnahagurinn 15. apr 2024

Samkvæmt nýlegri greiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins má skýra ólík áhrif peningastefnu ríkja að stórum hluta með ólíkr stöðu á húsnæðismarkaði í hverju landi. Undanfarin tvö ár hafa seðlabankar um heim allan hækkað stýrvexti verulega, sem margir töldu að myndi leiða til hægari hagvaxtar. Það hefur ekki gengið eftir en hins vegar hafa sum hagkerfi hægt á sér en önnur ekki. Ástæðan er framangreind.

Þetta kemur fram í grein Guðrúnar Johnsen, doktorst í hagfræði og efnahagsráðgjafa yfirstjórnar danska seðlabankans, í Morgunblaðinu. Guðrún greinir frá því að í greiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé sýnt fram á að peningastefna seðlabanka hafi meiri áhrif „þar sem (1) húsnæðislán með föstum vöxtum eru óalgeng, (2) nýir kaupendur hafa illa ráð á húsnæði en hafa svigrúm til að kaupa fasteignir með lítilli útborgun, (3) skuldir heimilanna eru almennt háar, (4) húsnæðisframboð er takmarkaðra og (5) húsnæðisverð hefur hækkað mikið að ósekju (þar sem ekki er undirliggjandi skortur, laun hafa ekki hækkað verulega eða utanaðkomandi eftirspurn aukist verulega)“. 

Meginskilaboð sjóðsins, skrifar Guðrún, eru því þau að áhrif peningastefnur eru mikil í sumum löndum en veik í öðrum vegnam mismunandi stöðu á húsnæðismarkaði. Bendi sjóðurinn á að því lengur sem vöxtum sé haldið háum aukist líkurnar á að heimili muni finna verulega fyrir vaxtaklemmunni. Hættan sé að raunveruleg á að kælandi áhrif af peningalegu aðhaldi komi fram af fullum þunga þegar húsnæðislán með föstum vöxtum til millilangs tíma breytist til hækkunnar. Á það sérstaklega við um heimili sem eru mjög skuldsett. 

Guðrún skrifar enn fremur að heimfæra megi þessa greiningu sjóðsins yfir á Ísland með auðveldum hætti. Nýbyggingar hafi dregist verulega saman við fjármálahrunið 2008, sem leiddi til skorts á íbúðarhúsnæði sem ekki hafi gengið nægilega vel að vinda ofan af. Eftir hrunið hafi fjármálstofnanir einnig hert verulega á varúðarreglum í útlánum, og aukið kröfur um eigið fé. Síðan þá hefur fasteignaverð hækkað verulega vegna aukinnar eftirspurnar. Þá hafi svigrúm kaupenda til að nýta lífeyrissparnað sinn til fasteignakaupa hjálpað kaupendum, gömlum og nýjum, að festa kaup á eignum með hærri útborgun en áður þekktist. Skuldir heimilianna hafi þá sjaldan verið lægri og allt þetta leggst á eitt við að veikja vaxtatæki Seðlabankans, samkvæmt greiningu alþjóðagjaldeyrissjóðrins. 

Sjóðurinn bendir því á að huga þurfi vel að samspili stjórnunar opinberra fjármála, varúðarreglna og vaxtatækja peningastefnunefdar Seðlabankans. „Sjóðurinn er að segja að meira þurfi að koma til en háir vextir til að kæla hagkerfið. En einnig að háir vextir kunni að leiða til óæskilegs samdráttar þegar vaxtaklemman byrjar að bíta af fullum krafti.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí