Nýfrjálshyggja leiðir til tíðari vinnuslysa

Hræðilegt vinnuslys, sem leiddi til dauða fimm manna, átti sér stað í vatnsaflsvirkjun nálægt Bologna, Ítalíu á þriðjudag.

Í gær brugðust starfsfólk um allt land við með því að leggja niður störf í fjórar klukkustundir til að mótmæla lélegu vinnustaðaöryggi í ljósi bylgju dauðsfalla sem orðið hefur á vinnustöðum í landinu.

Í byrjun apríl tilkynnti Vinnueftirlitið að 119 manns hefðu látist í vinnuslysum það sem af er ári 2024.

Þessi virkjun er í eigu fyrrverandi Landsvirkjunar Ítala Ente. Líkt og á Íslandi fór Ítalía í gegnum mikið nýfrjálshyggjuskeið þá var Ente einkavætt 1999 og síðan þá hefur viðhald og endurnýjun á búnaði verið látið grotna niður.

Mynd: Frá vettvangi slyssins síðasta þriðjudag

Mynd 2: Manngerða Suviana-vatn fyrir framan vatnsaflsvirkjunina

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí