Hlaðvarpsþáttur þeirra Natalie G. Gunnarsdóttur plötusnúðs og Óla Hjartar Ólafssonar kvikmyndagerðarmanns, Með á nótunum, er kominn á Samstöðina. Þátturinn verður sendur út klukkan ellefu í kvöld, á þriðjudagskvöldi, en er þetta efni sem flokkað yrði sem Late Late Night-Show í bandarísku sjónvarpi.
„Þetta er mikill fengur og mikil tíðindi að fá vinsælan og mótaðan hlaðvarpsþátt á dagskrá Samstöðvarinnar,“ segir Gunnar Smári Egilsson ritstjóri stöðvarinnar. „Ég segi ekki að þetta sé eins og Bogi Ágústsson færði sig yfir á Stöð 2, en í grenndinni.“
Með á nótunum er hispurslaust hjal milli tveggja vina, þar sem þau Natalie og Óli fara yfir fréttir af næturlífi, skemmtanalífi og alls kyns öðru lífi.
Á dagskrá Samstöðvarinnar í dag voru fimm þættir:
Reykjavíkurfréttir, sem ð þessu sinni fjallaði um húsnæði, hótel, leikskóla og einhverfu:
Fangaþátturinn Frelsið er yndislegt sem að þessu sinni fjallaðu um karla og fangelsi:
Rauður raunveruleiki, sem að þessu sinni fjallaði um kvennaverkföll, feminisma og stéttarbaráttu:
Rauða borðið, sem að þessu sinni fjallaði um Samfylkinguna, dánaraðstoð, starndeldi og leikritið um Fúsa:
Og síðan mun Með á nótunum verða á dagskrá seint í kvöld.