Landsmenn fagna sumarkomu á morgun, samkvæmt veðurspánni í blíðskaparveðri um mestallt land. Ólíklegt er að frjósi milli sumars og vetrar í nótt. Samkvæmt þjóðtrúnni boðar frostnótt fyrir sumardaginn fyrsta gott sumar.
Umskipti hafa orðið í veðri síðustu daga. Hlýindi hafa glatt landsmenn eftir kalda tíð, einkum fyrir norðan. Samkvæmt Veðurstofunni er þó um skammgóðan vermi að ræða þar sem kólnar á ný um helgina og blámi í hitatölum Veðurstofu, einkum norðan til.
En stillt og úrkomulaust veður verður nokkurn veginn á öllu landinu næstu daga. Indælis vorveður að sögn veðurfræðinga og mun hitinn fara yfir 10 stig. Minnir á hlýindakafla á sama tíma fyrir ári þegar ís seldist upp í sjoppum rétt fyrir sumardaginn fyrsta. Börn og fullorðnir glöddust þá saman í blíðunni í Nauthólsvík og víðar eins og myndin er til marks up, tekin 18. apríl í fyrra.
Samstöðin óskar lesendum, hlustendum og áhorfendum gleðilegs sumars með kærri þökk fyrir samfylgdina í vetur!
(Mynd: Júlía Guðbjörnsdóttir)