Ólíklegt að frjósi milli sumars og vetrar

Landsmenn fagna sumarkomu á morgun, samkvæmt veðurspánni í blíðskaparveðri um mestallt land. Ólíklegt er að frjósi milli sumars og vetrar í nótt. Samkvæmt þjóðtrúnni boðar frostnótt fyrir sumardaginn fyrsta gott sumar.

Umskipti hafa orðið í veðri síðustu daga. Hlýindi hafa glatt landsmenn eftir kalda tíð, einkum fyrir norðan. Samkvæmt Veðurstofunni er þó um skammgóðan vermi að ræða þar sem kólnar á ný um helgina og blámi í hitatölum Veðurstofu, einkum norðan til.

En stillt og úr­komu­laust veður verður nokk­urn veginn á öllu land­inu næstu daga. Indælis vorveður að sögn veðurfræðinga og mun hitinn fara yfir 10 stig. Minnir á hlýindakafla á sama tíma fyrir ári þegar ís seldist upp í sjoppum rétt fyrir sumardaginn fyrsta. Börn og fullorðnir glöddust þá saman í blíðunni í Nauthólsvík og víðar eins og myndin er til marks up, tekin 18. apríl í fyrra.

Samstöðin óskar lesendum, hlustendum og áhorfendum gleðilegs sumars með kærri þökk fyrir samfylgdina í vetur!

(Mynd: Júlía Guðbjörnsdóttir)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí