Örtröð á klósettinu – kona léttist um tvö kíló

Samfélagið 2. apr 2024

„Ég held ég hafi lést um tvö kíló,“ heyrðist miðaldra kona tauta eftir að hún gekk út af klósettinu í þjónustumiðstöðinni í Varmahlíð í Skagafirði þar sem fjöldi fólks beið þess að létta á sér.

Langar biðraðir eftir klósettinu sköpuðust eftir að vegfarendur lentu enn einn daginn í ófærð sem lengdi ferðatíma verulega. Rétt eftir að starfsmenn Vegagerðarinnar náðu að opna veginn yfir Öxnadalsheiði í morgun varð umferðaróhapp sem lokaði veginum aftur. Mikill fjöldi fólks var staddur á heiðinni og þurftu sumir að bíða klukkustundum saman eftir að komast yfir. Röðin var mun lengri suður en norður. Nam bílalestin nokkrum kílómetrum þegar verst lét.

Var því ekki að spyrja að mikilli örtröð við klósettin í Varmahlíð þá loks að vegfarendum tókst að komast til byggða. Sumir kannski óvenju vambmiklir eftir kræsingar páskanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí