Pabbi Guðmundar flaggaði af gleði en þingmennskan rann út í sandinn

Guðmundur Gunnarsson sem lenti í þeirri einkennilegu stöðu að hafa verið úrskurðaður þingmaður Viðreisnar eftir að talningu lauk í síðustu þingkosningum, lýsti með einlægum hætti í gærkvöld hvers konar rússibani það hefur verið fyrir hann að lifa með ákvörðun íslenskra stjórnvalda og hrekjast út í að leita réttar síns fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.

MDE dæmdi Guðmundi í hag. Íslenska ríkið þarf að greiða honum bætur sem og Magnúsi Davíð Norðdahl, en þeir tveir kærðu málið.

Óverjandi leynd er meðal þess sem MDE gagnrýnir harðlega við málsmeðferð íslenskra stjórnvalda. Birgir Ármannsson þingforseti fór fyrir Kjörbréfanefnd sem rannsakaði málið. Þá dæmir Mannréttindadómstólinn að með öllu hafi verið ótækt að þingmenn hafi sjálfir haft hagsmuna að gæta með því að þeirra eigið þingsæti var undir þegar þeir kusu með því að úrslitin stæðu. Eftir endurtalningu atkvæða í Borgarnesi þar sem Guðmundur féll út af þingi eftir nokkurra klukkustunda fögnuð og fánahyllingu föður fyrir vestan.

„42 þingmenn sem ekki studdu uppkosningu þurfa að lifa með sinni ákvörðun,“ sagði Guðmundur í viðtali á Samstöðinni í gær þar sem hann ásamt Magnúsi Norðdahl ræddi málið hispurslaust við Gunnar Smára Egilsson.

Aðeins örfá atkvæði sem röðuðust með ýmsum hætti milli talninga settu af stað jöfnunarmannahringekju sem breytti fyrri úrslitum töluvert. Kylfa réði kasti hverjir yrðu þingmenn og hverjir ekki og vanhæfi þeirra sem stóðu að talningunni varð ítrekað fréttaefni.

Guðmundur nefnir einnig í viðtalinu á Samstöðinni að hann hafi fengið á sig mikla gagnrýni frá valdamiklu fólki þegar hann undi ekki niðurstöðunni.

Sjá viðtalið hér:

Var mannréttindadómstóllinn að finna að forystu Katrínar Jakobsdóttur? – Samstöðin (samstodin.is)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí