Pellegrini nýr forseti Slóvakíu – Styrkir stöðu vinstri þjóðernispopúlistans Fico

Peter Pellegrini, forseti slóvaska þingsins og leiðtogi stjórnarflokksins Hlas, hafði sigur í seinni umferð forsetakosninganna í Slóvakíu á laugardaginn var. Litið er á sigur Pellegrini sem sigur fyrir vinstri þjóðernispopúlistann Robert Fico, forsætisráðherra landsins, en Pellegrini er einarður stuðningsmaður Fico. 

Fyrri umferð kosninganna fór fram 23. mars síðastliðinn og þar fékk Pellegrini óvænt næstflest atkvæði, á eftir Ivan Korčok. Sá er frjálslyndur stuðningsmaður Evrópusambandsins en bæði Fico og Pellegrini hafa báðir lýst miklum efasemdum varðandi Evrópusamstarfið.  Þar eð Korčok hlaut ekki yfir helming atkvæða í fyrri umferð kosninganna varð að kjósa á nýjan leik. Þar hafði Pellegrini betur sem fyrr segir. Hann hlaut rúm 53 prósent atkvæða en Korčok tæp 47 prósent.

Fico og Smer flokkur hans unnu kosningasigur í þingkosningunum í Slóvakíu í september síðastliðnum. Kosningaloforð flokksins voru meðal annars að stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu. Fico hefur fært utanríkispólitík Slóvakíu í átt að stuðningi við Rússa. 

Litið er á sigur Pellegrini sem staðfestingu á styrkri stöðu Fico og ríkisstjórnar hans, og þeim stefnumálum sem sett hafa verið á oddinn. Sjálfur lýsti Pellegrini sigri sínum með þeim hætti einnig. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí