Tekur Trump Ísland líka?

Margir eru uggandi vegna hugmynda nýkjörins Bandaríkjaforseta, sem senn tekur við embætti í annað skipti. Nú síðast er kurr í mörgum vegna ummæla Trump um að hann útiloki ekki að beita hervaldi til að sölsa undir sig Grænland.

Vegna þessa hefur nokkuð borið á því í umræðunni síðastliðinn sólarhring að Íslendingar spyrji sig hvort sama gæti gerst hér. Hvort óvinurinn sé ekki í austri heldur vestri? Að Trump kunni að detta í hug að beita hervaldi til að leggja undir sig eyjuna okkar fögru. Hið hugumstóra Ísland.

Kári Jónsson, fyrrum fréttastjóri Rúv, hefur lagt orð í belg á facebook um þetta mál, sem sennilega litlast færsla hans að einhverju leyti af kímni.

Kári segir:

„Það er greinilegt að Trump hefur ekki minni áhuga nú en áður á Grænlandi. Þá er það bara spurningin hvenær hann uppgötvar eldgosaeyjuna Ísland sem mikilvæga í hernaðarlegu tilliti. Svanhildur Hólm og Þorgerður Katrín þurfa að huga að þessu og vera tilbúnar með svör við spurningum fjölmiðla þegar Íslandsáhuginn rennur á karlinn,“ segir Kári.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí