Margir eru uggandi vegna hugmynda nýkjörins Bandaríkjaforseta, sem senn tekur við embætti í annað skipti. Nú síðast er kurr í mörgum vegna ummæla Trump um að hann útiloki ekki að beita hervaldi til að sölsa undir sig Grænland.
Vegna þessa hefur nokkuð borið á því í umræðunni síðastliðinn sólarhring að Íslendingar spyrji sig hvort sama gæti gerst hér. Hvort óvinurinn sé ekki í austri heldur vestri? Að Trump kunni að detta í hug að beita hervaldi til að leggja undir sig eyjuna okkar fögru. Hið hugumstóra Ísland.
Kári Jónsson, fyrrum fréttastjóri Rúv, hefur lagt orð í belg á facebook um þetta mál, sem sennilega litlast færsla hans að einhverju leyti af kímni.
Kári segir:
„Það er greinilegt að Trump hefur ekki minni áhuga nú en áður á Grænlandi. Þá er það bara spurningin hvenær hann uppgötvar eldgosaeyjuna Ísland sem mikilvæga í hernaðarlegu tilliti. Svanhildur Hólm og Þorgerður Katrín þurfa að huga að þessu og vera tilbúnar með svör við spurningum fjölmiðla þegar Íslandsáhuginn rennur á karlinn,“ segir Kári.