Isavia eyði peningum landsmanna í úrbætur en ekki auglýsingar

Ferðaþjónusta 8. jan 2025

Augljóst er að stjórnendur Isavia hafa varið fjármagni sem þeir eiga ekki sjálfir í rándýra auglýsingu til að bæta eigin ímynd.

Þeir reyna að telja okkur trú um að allt sé í himnalagi á flugvellinum, sem er auðvitað alls ekki staðan og blasir við ferðalöngum ár eftir ár. „Betur færi á því að skipuleggja betur uppbyggingu á flugvellinum og sinna viðeigandi viðhaldi þannig að upplifun þeirra sem um völlinn fara verði betri,“ segir í skoðanapistli Skúla Gunnars Sigfússonar á Vísi í dag.

Skúli er einn fjölmargra sem undrast milljóna- eða tugmilljónakostnað sem Isavia varði í auglýsingu um sjálft sig og Keflavíkurflugvöll og sýndi á dýrasta útsendingatíma ársins á gamlárskvöld á Rúv og nokkrum sinnum síðar.

Í ljósi gríðarlegrar óánægju um þjónustu Isavia á síðasta ári, nefna má bílastæðamál sem eitt dæmi, hefur mörgum landsmanninum þótt auglýsingin skjóta skökku við, enda er það ekki þannig að Íslendingar velji að jafnaði um millilandaflugvelli þegar þeir fljúga utan eða koma aftur heim.

Í ljósi þeirrar staðreyndar er ekki hægt að bera saman áhrif auglýsingar fyrir Keflavíkurflugvöll og t.d. Kringluna, segir Skúli Gunnar og á sér mörg skoðanasystkin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí