Um 1 þúsund rafvirkjar í Seattle, Washington fylki eru á 19. degi verkfalls. Stéttarfélagið krefst þess að laun verði hækkuð um ≈ 2500 krónur á tímann ($17,75) á tímann en samtökin bjóða vinnurekanda 10 dollara á tímann yfir þriggja ára tímabil.
Rafvirkjarnir sækjast einnig eftir launuðum orlofum, öryggi á vinnustað og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Vegna mikils framfærslukostnaðar á Seattle-svæðinu neyðast þeir til að þurfa að ferðast klukkustundum saman á verkstað til að vinna átta til tíu klukkustunda vinnudaga.
Rafvirkjarnir sem sjá um viðhald á rafmagnsinnviðum, þar á meðal öryggiskerfum, brunaviðvörunarkerfum og neyðarviðbragðskerfum, hafa lokað mörgum vinnustöðum, þar á meðal byggingum sem Amazon hefur leigt.
Samningaviðræður hófust í janúar og segja starfsmenn að verkfallið haldi áfram þar til samningar hafa verið undirritaðir.
Stéttarfélagið heitir International Brotherhood of Electrical Workers (IBEW) Local 46
Vinnurekanda samtökin heita Puget Sound Chapter í National Electric Contractors Association (NECA)
Myndir: Frá tveimur samstöðufundum í gær