Segir að niðurlæging vinstri grænna hafi opinberast

Helga Vala Helgadóttir er spáir mikilli ólgu á þingi næstu mánuðina.

„Niðurlæging Vinstri grænna hefur opinberast opinberlega.“

Þetta sagði Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Samfylkingarinnar, í þættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag.

Ummæli Helgu Völu féllu í umræðu um ástand og lífslíkur ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar.

Helga Vala rifjaði upp ummæli Katrínar Jakobsdóttur um að Bjarni væri besti samstarfsmaður sem Katrín hefði átt. Katrín er nú horfin frá borði í leit að vinnu á Bessastöðum. Niðurlæging VG og vandræðagangur blasir við að sögn Helgu Völu sem telur að erfiðara verði fyrir Bjarna að halda saman stjórninni.

Helga Vala segir að leiðtogi VG, Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem nú er orðinn formaður. sé í raun enginn leiðtogi. Flestir sem styðji VG bíði þess að Svandís Svavarsdóttir taki við sem formaður.

Þá ræddi þingkonan fyrrverandi að nokkur óánægja hlyti að vera meðal þingmanna VG sem ekki eru ráðherrar. Talið var að Bjarni Jónsson ætti séns í ráðuneyti en hann fékk ekki. Helga Vala hvatti blaðamenn til að hlera hvort Bjarni Jónsson og Jódís Skúladóttir þingmenn séu kannski bullandi óánægð með framgang mála.

Fréttastofa Samstöðvarinnar getur upplýst að hvorki Jódís né Bjarni Jónsson hafa svarað símtölum blaðamanna Samstöðvarinnar síðan breytingar á ríkisstjórninni voru kynntar.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar í umræðunum á Samstöðinni í dag, sagði að hún teldi lífslíkur stjórnar Bjarna Benediktssonar afar takmarkaðar.

Einnig kom fram að dýrt gæti reynst að afhenda Framsóknarflokknum lyklavöld að fjármálaráðuneytinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí