Segir Sjálfstæðisflokkinn „rótspilltan flokk“ og hafnar samstarfi
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir að ef hún eigi þess kost að komast í ríkisstjórn að loknum kosningum, útiloki hún samstarf með Sjálfstæðisflokknum.
„En maður sér bæði sanna og falska stjórnnmálamenn inni í öllum flokkum,“ sagði Inga í þættinum Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld.
Hún ræddi vantrauststillöguna á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun og talið barst að því hvort Inga teli sig eiga meira erindi með sumum flokkum en öðrum í næstu ríkisstjórn.
„Á engum tímapunkti eigum við samleið með Sjálfstæðisflokknum, hann er rótspilltur flokkur,“ sagði Inga.
„Það þarf virkilega að gefa honum frí.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward