Segir sýslumann á Vestfjörðum ábyrgan fyrir óhugnaði dagsins

ÓHUGNAÐUR DAGSINS.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum krefst HUNDRAÐ MILLJÓN króna tryggingar vegna lögbannsbeiðni sem snýst um að hindra fyrirhugað sjókvíaeldi þar til skorið hefur verið úr um lögmæti leyfa.

Þetta skrifar Katrín Oddsdóttir mannréttindalögfræðingur á facebook-síðu sína en hún hefur barist gegn því að norskir auðmenn fái án leyfa að sölsa til sín náttúruperlur og náttúruauðlindir á Vestfjörðum með sjókvíaeldi. Samstöðin hefur ekki fengið staðfest frá sýslumanni að hann leggi fram svo háa tryggingakröfu en ætla má að Katrín sem starfar í umboði landeiganda á Vestfjörðum hafi rétt fyrir sér í þessum efnum og hafa margir orðið til að lýsa vanþóknun sinni á vinnubrögðum sýslumanns.

Hörð viðbrögð hafa einnig orðið á Alþingi og úti í samfélaginu vegna frumvarps matvælaráðherra, Bjarkeyjar Olsen, sem gerir auðmönnum kleift að eignast firði landsins ótímabundið. Með eldi sem veldur miklum spjöllum og engin sátt er um.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí