Skyndikynni gætu fleytt Höllu Hrund á forsetastól

Íslenska þjóðin getur búið sig undir að upplifa kosningar sem verða þær mest spennandi í áratugi.

Þetta segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor í Mogganum.

Eiríkur hefur einnig sagt að honum finnist Halla Hrund Logadóttir, einn frambjóðendanna, minna sig á Vigdísi Finnbogadóttur.

Því er ekki allir sammála. Þórunn Sigurðardóttir menningarmanneskja segir í færslu á samfélagsmiðlum að Vigdís hafi verið þungarvigtarmanneskja í menningu, ólíkt Höllu Hrund og auk þess hafi Vigdís verið þekkt vegna sjónvarpsstarfa.

Hallgrímur Helgason blandar sér í umræðuna og segir að þjóðin sé að kynnast Höllu Hrund þessa dagana.

„Sama gerðist með Guðna, þjóðin gaf sér tvær vikur til að kynnast honum og giftist honum svo bara! Skyndikynni eru jú okkar menning,“ segir rithöfundurinn hnyttni, Hallgrímur Helgason.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí