Spurði hvort sjálfstæðismenn vildu bara einn banka og eina búð

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra á Alþingi í morgun hvort Sjálfstæðisflokkurinn vildi afnema öll samkeppnislög, hafa bara einn banka, eitt tryggingafélag og eina matvöruverslun?

Ummælin féllu í rökræðu Sigmars við Bjarna þegar forsætisráðherra varði breytingar á búvörulögum sem minnihlutinn á þingi, VR, Félag atvinnurekenda og Neytendasamtökin segja ólög sem líklega verði hnekkt fyrir evrópskum neytendarétti.

Lögin auka heimild voldugra fyrirtækja líkt og Mata og KS sem hafa hag af landbúnaði til samráðs. Sigmar sagði að formaður Sjálfstæðislfokksins vildi augljóslega að samkeppni ætti bara stundum við. Nýr verkstjóri ríkisstjórnarinnar gæfi augljóslega ekkert fyrir gagnrýni matvælaráðuneytisins.

Sigmar benti á að þau fyrirtæki sem sjálf fá nú auknar heimildir væru sjálf í innflutningi á vonda kjötinu sem Bjarni telur að þurfi að koma böndum á með „vélarnar gangandi allan sólarhringinn“ eins og Bjarni kallaði það.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí