Stúdentar sem skrifi gagnrýnar lokaritgerðir fái enga vinnu

Samfélagið 22. apr 2024

Einu aðilarnir sem nú orðið geta gagnrýnt stjórnvöld án þess að sæta eftirköstum eru Umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun.

Þessu heldur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fram við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld.

Haukur ræðir málin vegna umræðu um sjókvíaeldi fyrir vestan. Katrín Oddsdóttir mannréttindalögmaður hélt eldmessu í sjónvarpsþætti á Samstöðinni í gær um vankanta stjórnsýslustofnana og ægivald atvinnurekenda.

Haukur segir gríðarlega viðkvæmni innan íslenskrar stjórnsýslu gagnvart gagnrýni sem spyrji spurninga um almannahagsmuni.

Hann nefnir sem dæmi að einstaklingar sem vinni meistararitgerðir við Háskóla Íslands fái enga vinnu ef þeir skrifa gagnrýnar ritgerðir um stjórnsýsluna. Því sé illa tekið þannig að nemar vinni ekki gagnrýnar rannsóknir.

Fyrir þetta gjaldi rannsóknir.

Haukur tók undir þegar þáttastjórnandi, Björn Þorláks, spurði hvort ekki væri um mjög dökka hlið á íslensku samfélagi aðræða en kannski sé hún alþjóðleg líka.

Vegna nálægðar við vald í svo litlu samfélagi eins og okkar sé skýrslum stungið undir stól.

Sjá klippu úr þættinum hér: Rauða borðið – Haukur (youtube.com)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí