Einu aðilarnir sem nú orðið geta gagnrýnt stjórnvöld án þess að sæta eftirköstum eru Umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun.
Þessu heldur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fram við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld.
Haukur ræðir málin vegna umræðu um sjókvíaeldi fyrir vestan. Katrín Oddsdóttir mannréttindalögmaður hélt eldmessu í sjónvarpsþætti á Samstöðinni í gær um vankanta stjórnsýslustofnana og ægivald atvinnurekenda.
Haukur segir gríðarlega viðkvæmni innan íslenskrar stjórnsýslu gagnvart gagnrýni sem spyrji spurninga um almannahagsmuni.
Hann nefnir sem dæmi að einstaklingar sem vinni meistararitgerðir við Háskóla Íslands fái enga vinnu ef þeir skrifa gagnrýnar ritgerðir um stjórnsýsluna. Því sé illa tekið þannig að nemar vinni ekki gagnrýnar rannsóknir.
Fyrir þetta gjaldi rannsóknir.
Haukur tók undir þegar þáttastjórnandi, Björn Þorláks, spurði hvort ekki væri um mjög dökka hlið á íslensku samfélagi aðræða en kannski sé hún alþjóðleg líka.
Vegna nálægðar við vald í svo litlu samfélagi eins og okkar sé skýrslum stungið undir stól.
Sjá klippu úr þættinum hér: Rauða borðið – Haukur (youtube.com)