„Þjóðin er í rauninni í áfalli“ – Segir Bjarna og Katrínu hafi gengið gjörsamlega fram af fólki

„Er það furða þó að manni misbjóði sú valdníðsla valdhafanna sem við höfum orðið vitni að í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, ákvað að hella sér í baráttuna um Bessastaði?,“spurði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, fyrr í dag á Alþingi. Varla er hægt að segja annað en að Inga hafi flutt eldræðu þar sem hún sagði Katrínu Jakobsdóttur, Bjarna Benediktssyni og félögum til syndanna.

„Virðingarleysið gagnvart ábyrgðinni sem felst í því að tróna á toppi píramídavaldsins sem ráðherra er algjört og gengur gjörsamlega fram af landsmönnum flestum. Hefði einhverjum dottið það í hug 10. október síðastliðinn þegar hæstv. ráðherra, Bjarni Benediktsson, þáverandi fjármálaráðherra, sagði af sér eftir að umboðsmaður Alþingis hafði birt álit sitt á embættisfærslum hans að hann yrði orðinn forsætisráðherra hálfu ári síðar? Við skulum ekki draga fjöður yfir það að umboðsmaður benti skýrlega á að hæstv. ráðherra Bjarni Benediktsson hefði brotið stjórnsýslulög. Er það að axla ábyrgð? Hæstv. Bjarni Benediktsson taldi sig axla ábyrgð gagnvart áliti umboðsmanns með því að færa sig yfir í utanríkisráðuneytið. Nú hálfu ári síðar hefur hann tekið við valdamesta ráðuneyti landsins, hefur skipað sjálfan sig með aðstoð sinna meðreiðarsveina forsætisráðherra þjóðarinnar,“ sagði Inga.

Einnig fékk Svandís Svavardóttir að finna fyrir tevatninu. „Umboðsmaður Alþingis birti álit sitt nú í upphafi árs á embættisfærslum Svandísar Svavarsdóttur, fráfarandi matvælaráðherra, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi bæði brotið gegn meðalhófs- og lögmætisreglu stjórnsýsluréttar, sem leiðir af sér brot á 75. gr. sjálfrar stjórnarskrár lýðveldisins Íslands um atvinnufrelsi. Leiða má að því líkur að með reglugerð sinni hafi hún gert ríkissjóð bótaskyldan um milljarða króna. Hún axlar ábyrgð með því að færa sig í enn yfirgripsmeira ráðuneyti og er nú orðin innviðaráðherra,“ sagði Inga.

Inga telur að reiði þjóðarinnar vegna þessa hrossakaupa sé slíka að annað eins hafi ekki sést frá hruninu árið 2008. „Það er löngu tímabært að æðstu valdhafar þjóðarinnar átti sig á því að völdum þeirra eru takmörk sett og að lögbrot í starfi séu tekin föstum tökum. Þjóðin er í rauninni í hálfgerðu áfalli núna. Hún skilur ekki hvað er um að vera. Þetta er í fyrsta skipti síðan í kjölfar efnahagshrunsins 2008 sem við sjáum á samfélagsmiðlum myndir af pottum og pönnum. Ég velti því fyrir mér hvort þetta séu skilaboðin sem löggjafinn vill senda út í samfélagið.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí