Þórdís snögg að styðja Ísrael

„Ísland for­dæm­ir árás Írans á Ísra­el. Aldrei hef­ur verið eins mik­il­vægt að sýna aðhald til að koma í veg fyr­ir að ástandið stig­magn­ist enn frek­ar,“ skrifar  Þór­dís­ Kol­brún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra á X.

Spenna er í Miðausturlöndum eftir að Íran lét til sín taka gagnvart Ísrael í gærkvöld með um 300 drónaárásum.

Ísraelsmenn segjast hafa varist flestum árásanna. Íran segir að árásirnar muni stigmagnast ef Bandaríkin hafa afskipti.

Loftárásirnar eru þær fyrstu sem Íran beitir Ísrael í sögu ríkjanna. Afleiðingar gætu orðið nokkrar, því Ísrael nýtur stuðnings stórþjóðana eins og Bandaríkjanna og Stóra Bretlands. Netanyahu, forsætisráðherra Ísraelsmanna, segir á X að „sameinað“ muni Ísrael vinna. Palestínumenn hafa ítrekað beðið nágrannalönd um að svara þjóðarmorði Ísraelsmanna á Gaza.

Þegar þetta er skrifað liggur ekki fyrir samkvæmt erlendum fréttamiðlum hvort Ísraelar svara flugskeytunum með beinum hætti. Sumir fréttaskýrendur telja líkur á að gnýr ísraelskra orrustuflugvéla heyrist hvað úr hverju. Ísrael hefur látið sprengjur falla í suðurhluta Líbanon samkvæmt heimildum.

Talið er að 86 palestínsk börn deyi nú daglega á Gaza vegna hernaðaraðgerða Ísraela. Stór hluti mannkyns er orðlaus yfir að alþjóðasamfélagið leyfi ísraelskum hermönnum að kasta ungbörnum á spjótsoddum milli sín svo vitnað sé til orðalags í hinni helgu bók.

Hvort viðbragð Íran tengist ákalli Palestínu liggur ekki fyrir. Hitt liggur fyrir að íslensk utanríkismálayfirvöld brugðust hratt við með stuðningi við Ísrael í nótt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí