Þyngra en tárum taki að Hvalur fari ekki á veiðar: „Ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gefur lítið fyrir allt neikvætt tal um hvalveiðar og segir það þyngra en tárum taki að skip á vegum Hvals fái ekki að fara út á miðin í ár. Hann segir að vegna þessa hafi stjórnvöld orðið á mis við að allt að þrjá milljarða króna í gjaldeyristekjum.

„Eftir mínum bestu upplýsingum þá eru 99% líkur á að íslenskum stjórnvöldum sé búið að takast að koma í veg fyrir gjaldeyrisöflun upp á 3 milljarða vegna hvalveiða þetta árið. Það er þyngra en tárum taki að stjórnvöld (matvælaráðneytið) skuli með klækjum og seinagangi koma í veg fyrir að Hvalur sjái sér fært að fara á hvalveiðar. Matvælaráðuneytið hefur dregið lappirnar frá janúar með að svara Hval hvort leyfið verði gefið út og nú er svo komið að Hvalur er fallinn á tíma enda þarf fyrirtækið að panta aðföng og búnað erlendis frá sem og ráða til sín starfsfólk,“ segir Vilhjálmur á Facebook.

Hann lætur svo bæði Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn heyra það fyrir að leyfa Vg að stöðva hvalveiðar. „Það er með algjörum ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn sem kennir sig við að standa vörð um „frelsi“ skuli ekki verja eina af mikilvægustu greinunum í Stjórnarskránni sem er atvinnufrelsi fyrirtækja og einstaklinga.  Þögn Framsóknarflokksins hvað hvalveiðar varðar er einnig ærandi, en ég er reyndar hættur að átta mig á fyrir hvað sjá flokkur stendur,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir að þetta sé einfaldlega ríkisstjórninni til ævarandi skammar. „Það er ljóst að verið er að hafa gríðarlega tekjumöguleika af þeim 150 manns sem myndu alla jafna starfa ef hvalveiðar yrðu heimilaðar að ógleymdu tuga ef ekki hundruð milljóna tekjutapi Akraneskaupstaðar og nærsveita. Að hunsa gjaldeyrisöflun upp á 3 milljarða er með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar en því miður er allt sem bendir til þess að Hvalur sé fallinn á tíma með að fá útgefið leyfi.   Öll fyrirtæki þurfa fyrirsjáanleika til að geta gert ráðstafanir og matvælaráðneytið hefur séð til þess að sjá fyrirsjáanleiki er enginn!,“ segir Vilhjálmur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí