Undirskriftir gegn Bjarna orðnar yfir 40.000

Undirskriftir gegn Bjarna Benediktssyni á island.is eru nú komnar yfir 40 þúsund. Þar hefur fólk skrifað undir yfirlýsinguna: Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra. Þau em vilja skrifa undir gera gert það hér: Undirskriftalisti á Ísland.is.

Það stefnir í að þessi mótmæli gegn Bjarna verði einhver þau mestu í sögu undirskriftasafnana hér á landi.

Hér má sjá listann yfir þær safnanir sem hafa farið yfir þrjátíu þúsund markið, en þær eru aðeins 27 á lýðveldistímanum:

  1. 86.729 undirskriftir: Krafa um að 11% af vergri þjóðarframleiðslu renni í heilbrigðismál (2016)
  2. 83.353 undirskriftir: Gegn beitingu breska ríkisins á hryðjuverkalögum gegn Íslandi (2008)
  3. 69.637 undirskriftir: Gegn flutningi Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýri (2013)
  4. 56.089 undirskriftir: Gegn Icesave-samningi 2 (2010)
  5. 55.522 undirskriftir: Varið land, gegn brottför hersins (1974)
  6. 53.571 undirskrift: Gegn kvótasetningu á makríl (2015)
  7. 53.555 undirskriftir: Áskorun um áframhald ESB-viðræðna (2014)
  8. 50.424 undirskriftir: Áskorun um að Faxaflói verði griðland hvala (2018)
  9. 47.004 undirskriftir: Gegn sölu HS-orku til Magma Energy (2011)
  10. 45.744 undirskriftir: Gegn brottvísun hælisleitandans Uhunoma Osayomore (2021)
  11. 45.386 undirskriftir: Gegn Eyjabakkavirkjun (1999)
  12. 43.423 undirskriftir: Krafa um nýju stjórnarskrá á grunni þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 (2020)
  13. 42.400 undirskriftir: Gegn Icesave-samningi 3 (2011)
  14. 42.343 undirskriftir: Krafa um að hætt verði við áætlanir um virkjanir á íslenska hálendinu (2015)
  15. 41.525 undirskriftir: Gegn vegatollum (2011)
  16. 40.382 undirskriftir: Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra (14. apríl 2024, kl. 8:40 – söfnunin stendur í rúma níu daga í viðbót, rúmir fjórir dagar búnir.)
  17. 37.743 undirskriftir: Krafa um leiðréttingu stökkbreyttra lána og afnám verðtryggingar (2012)
  18. 37.291 undirskriftir: Gegn breytingum á brjóstaskimunum fyrir krabbameini (2021)
  19. 36.720 undirskriftir: Ávarp Friðarhreyfingar íslenskra kvenna með ákalli um frið (1985)
  20. 34.882 undirskriftir: Gegn breytingum á veiðigjaldi (2013)
  21. 34.378 undirskriftir: Gegn EES-samningum (1992)
  22. 33.000 undirskriftir: Gegn hvalveiðum (2013)
  23. 32.044 undirskriftir: Krafa um að DV breyti ritstjórnarstefnu sinni (2006)
  24. 31.752 undirskriftir: Gegn Fjölmiðlafrumvarpinu (2004)
  25. 31.000 undirskriftir: Áskorun SÁÁ um að 10% af áfengisgjaldi renni til vímuvarna (2013)
  26. 30.300 undirskriftir: Krafa um að Sigmundur Davíð segi af sér í kjölfar Panamaskjalanna (2016).
  27. 30.093 undirskriftir: Áskorun Geðhjálpar um að setja geðverndarmál í forgang (2020)

Þeir sem styðja söfnunina segja að næsta markmið sé að ná 50.000 undirskriftum en aðeins eru tæpir fimm dagar síðan áskoruninni var hrundið af stað.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí