Veisluföng og skemmtun fyrir 500 kall

Stéttarfélagið Efling blæs til mikillar fjölskylduhátíðar í Kolaportinu á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí næstkomandi, miðvikudag eftir rúma viku.

Hátíðin verður haldin 15:00- 17:00 að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi.

Innifalinn er matur og skemmtun, pulsuvagn, hamborgaravagn, ísvagn, kandífloss, popp, kaffi og kökur.

Lúðrasveit kemur og spilar og blöðrulistamaður verður á staðnum. Börn geta fengið andlitsmálningu og sirkus bregður á leik.

Á heimasíðu Eflingar segir: „Miðinn kostar aðeins 500 kr og allt er innifalið í verði. Hver Eflingarfélagi getur keypt allt að fimm miða. Félagsfólk getur keypt miða á vefverslun Eflingar á Mínum síðum.“

Þá hvetur Efling fólk til að fjölmenna í kröfugönguma fyrr um daginn og taka alla fjölskylduna með. 

Safnast verður saman fyrir gönguna kl. 13:00 á Skólavörðuholti. Gangan leggur af stað kl. 13:30. Gengið verður niður á Ingólfstorg þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí