Stéttarfélagið Efling blæs til mikillar fjölskylduhátíðar í Kolaportinu á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí næstkomandi, miðvikudag eftir rúma viku.
Hátíðin verður haldin 15:00- 17:00 að lokinni dagskrá á Ingólfstorgi.
Innifalinn er matur og skemmtun, pulsuvagn, hamborgaravagn, ísvagn, kandífloss, popp, kaffi og kökur.
Lúðrasveit kemur og spilar og blöðrulistamaður verður á staðnum. Börn geta fengið andlitsmálningu og sirkus bregður á leik.
Á heimasíðu Eflingar segir: „Miðinn kostar aðeins 500 kr og allt er innifalið í verði. Hver Eflingarfélagi getur keypt allt að fimm miða. Félagsfólk getur keypt miða á vefverslun Eflingar á Mínum síðum.“
Þá hvetur Efling fólk til að fjölmenna í kröfugönguma fyrr um daginn og taka alla fjölskylduna með.
Safnast verður saman fyrir gönguna kl. 13:00 á Skólavörðuholti. Gangan leggur af stað kl. 13:30. Gengið verður niður á Ingólfstorg þar sem flutt verða ávörp og skemmtiatriði.