20 stiga hitamúrinn rofinn um helgina

Allt stefnir í að hitastigsmúrinn sem Íslendingar miða við tuttugu gráðurnar verði rofinn í fyrsta skipti á árinu um helgina.

Veðurstofan spáir fast að 20 stiga hita á Akureyri og 21 gráðu á Húsavík þar sem verður hlýjast á landinu samkvæmt spánni.

Heitt loft kemur frá Evrópu, þornar og hlýnar og detta Norðlendingar og gestir þeirra í lukkupottinn eftir að fjallvegir tepptust um hvítasunnuhelgina.

Þar sem sól nær að skína í öðrum landshlutum gæti einnig orðið víða hlýtt og notalegt.

Er ekki að efa að margir kætast yfir spánni – einkum þó íbúar norðanlands sem þurftu að þola óvenju kaldan og snjóþungan vetur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí