Aðgerðir gegn ISAVIA á Keflavíkurflugvelli samþykktar

Kjaramál 3. maí 2024

Félagsfólk í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu og Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR) sem starfa hjá ISAVIA ohf. samþykktu ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann og tímabundnar vinnustöðvanir með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk kl. 13:00 í gær. Alls samþykktu 89,87% aðgerðir, 3,8% sögðu nei og 6,33% tóku ekki afstöðu.

Ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann gildir frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí næstkomandi ásamt tímabundnum og tímasettum vinnustöðvunum. Sjá nánara fyrirkomulag hér að neðan.

Fyrirkomulagið verður eins og hér greinir:

• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið yfirvinnubann. Yfirvinnubannið nær til alls félagsfólks Sameykis sem starfar hjá Isavia ohf.

• Frá kl. 16:00 fimmtudaginn 9. maí 2024 hefst ótímabundið þjálfunarbann. Þjálfunarbann tekur til félagsfólks Sameykis sem starfar hjá Isavia ohf. sem leiðbeinendur og vottaðir leiðbeinendur á gólfi.

• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

• Á tímabilinu frá kl. 08:00-12:00, föstudaginn 10. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, fimmtudaginn 16. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

• Á tímabilinu frá kl. 08:00-12:00, föstudaginn 17. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir farþegaflutningum á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

• Á tímabilinu frá kl. 04:00-08:00, mánudaginn 20. maí 2024, mun starfsfólk sem sinnir öryggisleit á Keflavíkurflugvelli leggja niður störf sín.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí