Klukkan 14 í dag mun Agnes M. Sigurðardóttir biskup hitta arftaka sinn á Biskupsstofu eftir að rafrænu kjöri í seinni umferð lýkur á hádegi í dag og úrslit verða ljós.
Tvö eru í framboði.
Valið stendur milli séra Guðmundar Karls Brynjarssonar sóknarprests í Lindakirkju og séra Guðrúnar Karls Helgudóttur sóknarprests í Grafarvogskirkju.
Kirkjunnar menn sem Samstöðin hefur rætt við segja líklegra að Guðrún verði kjörin í ljósi þess að hún fékk meiri stuðning í forkosningu þegar fleiri kandídatar bitust um brauðið.
„Enginn skyldi þó afskrifa Guðmund Karl fyrirfram,“ segir prestur sem Samstöðin ræddi við.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.