Atli Örvars varar við niðurskurði tónlistarskóla

Atli Örvarsson, Akureyringurinn heimsþekkti sem hlaut nýverið BAFTA verðlaunin sem tónskáld, segir að tónlistin sem hann samdi fyrir þáttaröðina Silo sé beint eða óbeint afrakstur tækifæra sem hann hafi öðlast þegar hann starfaði sem tónskáld í Hollywood.

Í samtali við Björn Þorláks á Samstöðinni lýsir Atli upphafi ferilsins þegar hann spilaði á trompet í leikhúsinu fyrir norðan á Akureyri 13 ára gamall undir My Fair Lady. Þá hafi hann spilað í Bigband sveitum, og blásið í lúðra og leikið á hljómborð í dægurlagasveitum svo sem Sálinni og Stuðkompaníinu. Grunnurinn hafi verið lagður með námi í Tónlistarskólanum á Akureyri.

„Ég var að sjá umfjöllun um að verið væri að draga úr fjárveitingum til tónlistarskóla, ég held að það væru mikil mistök og vona að það verði leiðrétt,“ segir Atli í viðtalinu.

Þá segir tónskáldið að persónuleg reynsla og ekki síst sársaukinn séu gjöfular uppsprettur fyrir þær tilfinningar sem tónsmíðar hans einkenna.

Sjá viðtalið við Atla hér:

Tóndæmi úr Silo má heyra hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí