Baldur forviða og skekinn þegar fólk Katrínar vildi að hann hætti við

Eins og Samstöðin greindi frá í gær fann Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi fyrir miklum þrýstingi frá fólki sem hann segir að hafi komið úr herbúðum Katrínar Jakobsdóttur og hvatti Baldur til að draga sig í hlé, hætta við forsetaframboð.

Katrín sagði spurð um þetta á framboðsfundi Heimildarinnar í gær að hún kannaðist ekki við að pressa væri frá henni sjálfri ættuð.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi hefur nú blandað sér í umræðuna. Hún staðfestir að í mars hafi hún og Baldur átt spjall í síma þar sem þrýstinginn frá fólki úr herbúðum Katrínar hafi verið ræddur.

„Ég hafði einnig fengið veður af því að það ætti að reyna að sverta mannorð Baldurs sökum kynhneigðar hans! Það kom á daginn! Ég hafði einnig vissu fyrir því að planið væri að BB færi í forsætisráðherrastólinn til að keyra í gegn þau þjófræðisfrumvörp sem biðu í launsátri þjóðinni til handa. Það kom á daginn!

Baldur sagði mér þá af yfirgangi samstarfsfólks KJ sem hann nú deilir með okkur öllum. Baldur var forviða og skekinn,“ segir Steinunn Ólína.

Atlagan er að áliti Steinunnar Ólínu til marks um að „yfirgangi íslenskrar sjálftökustéttar og erindrekum hennar“ eru engin takmörk sett.

„Takk fyrir að segja frá þessu opinberlega Baldur. Þjóðin heimtar sannleikann upp á borðið, ekki af öfundsýki eða hefnigirnd, heldur til þess að við getum einhverntíman sameinast um að uppræta þann ófögnuð sem Íslendingar búa við af þeim, okkar eigin löndum, sem eiga og ráða í okkar landi,“ segir Steinunn Ólína.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí