Fólk úr herbúðum Katrínar beitti þrýstingi að Baldur hætti við framboð
Jón Gnarr upplýsti á framboðsfundi Heimildarinnar í kvöld að daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir bauð sig fram hafi Mogginn hringt í hann og spurt hvort Jón Gnarr ætlaði ekki að draga framboð sitt til forseta til baka.
Jón sagði ekki koma til greina að draga framboð sitt til baka. En ítrekað hefði hann fengið áskoranir um að hætta við.
Baldur Þórhallsson upplýsti að úr herbúðum fyrrverandi forsætisráðherra hefði ítrekað borist brýning um að Baldur ætti að hafa vit á að draga framboð sitt til baka. Þar hefði verið um að ræða samstarfsfólk Katrínar.
Katrín sagðist vera að heyra þetta í fyrsta skipti. Hún vildi að Baldur nafngreindi heimildir sem hann neitaði að gera.
„Ef þetta hefur komið úr mínum herbúðum er það allavega ekki með mínum vilja eða vitund,“ sagði Katrín.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward