Barbara ráðin til Sinfó

Kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan hefur verið ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Í listakreðsunni þykja þetta töluverð tíðindi en orðspor Barböru er töluvert og sló hún í gegn á tóneikum nýverið í Hörpu.

Barbara mun taka við stöðunni í ágúst 2026 og gegna henni í þrjú starfsár.

Þetta er í fyrsta sinn sem Barbara Hannigan tekur að sér hlutverk aðalhljómsveitarstjóra en hún mun stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á sex áskriftartónleikum á hverju starfsári, ásamt því að hljóðrita og stjórna sveitinni á tónleikaferðum.

„Forvitni, hugrekki og sköpunargleði er það sem einkennir hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitar Íslands, auk metnaðar þeirra. Hljómsveitin er tæknilega mjög sterk en svo hafa þau líka dásamlegt ímyndunarafl. Í samstarfi mínu við hljómsveitina kviknaði í fyrsta sinn löngun hjá mér til að taka að mér hlutverk aðalhljómsveitarstjóra. Þegar saman kom þessi skapandi orka á hárréttum tímapunkti ákváðum við að leggja í þessa vegferð saman,“ segir Barbara Hannigan, að því er fram kemur í upplýsingum frá hljómsveitinni.

„Við erum þakklát og stolt af því að vera fyrsta sinfóníuhljómsveitin til að ráða Barböru Hannigan sem aðalhljómsveitarstjóra og listrænan stjórnanda,“ segir Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí