Bein útsending á Samstöðinni í kvöld um Bessastaðabardagann

Samstöðin efnir til beinnar útsendingar í kvöld fyrir þá hlustendur og áhorfendur sem vilja vita meira áður en gengið verður að kjörborðinu á laugardag.

Forsetakosningarnar verða rýndar frá ýmsum hliðum.

Farið verður yfir skoðanakannanir dagsins sem og kappræður liðins dags með góðum gestum.

Fyrst koma Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri, Þröstur Ólafsson hagfræðingur, Guðrún Jónsdóttir fyrrum talskona Stígamóta og Kristín Vala Ragnarsdóttir prófessor.

Í seinni hálfleik mæta til leiks Hjálmar Gíslason framkvæmdastjóri, Sara Óskarsson listakona, Margrét Tryggvadóttir rithöfundur og Karl Héðinn Kristjánsson fyrir hönd ungra kjósenda.

Þátturinn verður í umsjá Gunnars Smára Egilssonar og Björns Þorlákssonar og gæti umræðan staðið töluvert fram á kvöldið, enda þarf að fara áratugi aftur í tímann til að finna aðra eins spennu fyrir kosningar hér á landi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí