Bein útsending frambjóðenda á Samstöðinni í kvöld

Dagskrá Samstöðvarinnar verður með óhefðbundnu sniði í kvöld vegna forsetakosninganna næsta laugardag.

Bein útsending verður frá fundi þeirra frambjóðenda í Kolaportinu sem ekki njóta þess samkvæmt mældu fylgi í skoðanakönnunum að takast á við aðra frambjóðendur.

Þau sem ræða málin í beinni í kvöld eru Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon, Helga Þórisdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Viktor Þórisson. Hópurinn kallar sig Meistaradeildina og líkja frambjóðendurnir sameiginlegum fundi þeirra við kvöldvöku.

Samstöðin sendir beint út frá fundinum á venjulegum útsendingartíma Rauða borðsins. Hefst útsending klukkan 20.

Fundarstjóri er Margrét Örnólfsdóttir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí