Blaðamenn ráða sig til þingflokka með dags millibili

Með aðeins eins dags millibilli hafa tveir blaðamenn tilkynnt að þeir hefji störf hjá þingflokkum á Alþingi.

Sunna Valgerððardóttir upplýsti í gær að hún ætlaði að hætta á Rúv til að starfa með þingflokki VG.

Áðan tilkynntu svo píratar að þingflokkur þeirra á Alþingi hefði krækt í Atla Þór Fanndal, fyrrum blaðamann, síðustu misseri framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency.

Atli Þór mun gegna stöðu samskiptastjóra hjá pírötum.

„Það kemur væntanlega engum á óvart að Píratar séu minn náttúrulegi flokkur,“ segir Atli Þór.

„Píratar standa alltaf mannréttindavaktina. Píratar eru augljóslega umhverfisflokkurinn á þingi og það sem skiptir mig mestu máli er að hér er flokkur sem er vænt um fólk,“ segir Atli Þór.

„Ég hlakka auðvitað til þess að eiga þátt í því að almenningur fái hér nýja ríkisstjórn sem allra fyrst. Það finnst varla nokkur manneskja til á Íslandi lengur sem ekki er spennt fyrir því.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí