Með aðeins eins dags millibilli hafa tveir blaðamenn tilkynnt að þeir hefji störf hjá þingflokkum á Alþingi.
Sunna Valgerððardóttir upplýsti í gær að hún ætlaði að hætta á Rúv til að starfa með þingflokki VG.
Áðan tilkynntu svo píratar að þingflokkur þeirra á Alþingi hefði krækt í Atla Þór Fanndal, fyrrum blaðamann, síðustu misseri framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency.
Atli Þór mun gegna stöðu samskiptastjóra hjá pírötum.
„Það kemur væntanlega engum á óvart að Píratar séu minn náttúrulegi flokkur,“ segir Atli Þór.
„Píratar standa alltaf mannréttindavaktina. Píratar eru augljóslega umhverfisflokkurinn á þingi og það sem skiptir mig mestu máli er að hér er flokkur sem er vænt um fólk,“ segir Atli Þór.
„Ég hlakka auðvitað til þess að eiga þátt í því að almenningur fái hér nýja ríkisstjórn sem allra fyrst. Það finnst varla nokkur manneskja til á Íslandi lengur sem ekki er spennt fyrir því.“