Búið að banna „pólitík“ og palestínska fánann í Malmö

Samfélagið 2. maí 2024

Skilti með pólitískum boðskap og palestínski fáninn verða bönnuð í Malmö Arena þar sem Evróvisjón fer fram 7.-11. maí næstkomandi.

Þetta kemur fram í sænska fjölmiðlinum Göteborgs Posten.

Fólk með palestínskan fána meðferðis verður stöðvað við innganginn. Fánar landa sem keppa verða aðeins leyfðir.

Urgur er í mörgum Íslendingum vegna pólitískrar þróunar keppninnar og umdeildrar þátttöku Heru Bjarkar Þórhallsdóttur sem flytur framlag Íslendinga. Verður önnur tónlistarhátíð haldin hér á landi á sama tíma og Evróvisjón fer fram til höfuðs Ísraelsmönnum og ítökum þeirra í Evróvisjón. Harðlega hefur verið gagnrýnt að þeir fái að keppa og haldi um leið áfram að slátra börnum og konum í Palestínu með hömlaulausum hætti á Gaza.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí