„Ég finn fyrir þyngslum yfir brjóstkassanum, ég á erfitt með að anda“

Starfsmenn Costco hættu störfum og mættu síðan fyrir utan höfuðstöðvar Costco í Seoul á kröfu- og samstöðufundi þann 27. apríl.

Þeir kröfðust betri launa og kjara og mótmæltu aðgerðarleysi stjórnenda eftir að ungur starfsmaður í Hanam City-versluninni lést í júní 2023 af völdum hitaslags, vegna þess að fyrirtækið fjárfesti ekki í öryggi starfsmanna.

Hinn 29 ára gamli starfsmaðurinn, Kim Dong-ho, var neyddur til að sækja innkaupakerrur á bílastæðið í hitabylgju án þess að hafa skjól. Síðasta SMS sem hann sendi fjölskyldu sinni á dauðadegi hans var: „Ég finn fyrir þyngslum yfir brjóstkassanum, ég á erfitt með að anda“

Starfsfólkið kvartaði yfir því að engin loftræsting né hitamælar voru til staðar þar sem Kim vann. Starfsfólkið fór í verkfall í febrúar og náði fram hærri launum og stofnun stéttarfélags, en Costco hafnaði kröfu þeirra um nýjan kjarasamning sem næði yfir allar verslanir Costco í Kóreu.

Á mótmælunum þann 27. apríl hrópuðu verkfallsmenn slagorð á borð við „Biðjist afsökunar á dauðsföllum starfsmanna af slysförum“, „Hættið óréttlátum bolabrögðum“, „Bætið vinnuumhverfið“ og „Gerið kjarasamning við okkur “.

Mynd:Kim Dong-ho, 29 ára gamall innkaupakerru hirðir sem lést vegna ofþornunar og hitaslags.

Mynd 2: Verkfallsaðgerðir COSTCO-starfsmanna í Suður-Kóreu 29. apríl.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí