Starfsmenn Costco hættu störfum og mættu síðan fyrir utan höfuðstöðvar Costco í Seoul á kröfu- og samstöðufundi þann 27. apríl.
Þeir kröfðust betri launa og kjara og mótmæltu aðgerðarleysi stjórnenda eftir að ungur starfsmaður í Hanam City-versluninni lést í júní 2023 af völdum hitaslags, vegna þess að fyrirtækið fjárfesti ekki í öryggi starfsmanna.
Hinn 29 ára gamli starfsmaðurinn, Kim Dong-ho, var neyddur til að sækja innkaupakerrur á bílastæðið í hitabylgju án þess að hafa skjól. Síðasta SMS sem hann sendi fjölskyldu sinni á dauðadegi hans var: „Ég finn fyrir þyngslum yfir brjóstkassanum, ég á erfitt með að anda“
Starfsfólkið kvartaði yfir því að engin loftræsting né hitamælar voru til staðar þar sem Kim vann. Starfsfólkið fór í verkfall í febrúar og náði fram hærri launum og stofnun stéttarfélags, en Costco hafnaði kröfu þeirra um nýjan kjarasamning sem næði yfir allar verslanir Costco í Kóreu.
Á mótmælunum þann 27. apríl hrópuðu verkfallsmenn slagorð á borð við „Biðjist afsökunar á dauðsföllum starfsmanna af slysförum“, „Hættið óréttlátum bolabrögðum“, „Bætið vinnuumhverfið“ og „Gerið kjarasamning við okkur “.
Mynd:Kim Dong-ho, 29 ára gamall innkaupakerru hirðir sem lést vegna ofþornunar og hitaslags.
Mynd 2: Verkfallsaðgerðir COSTCO-starfsmanna í Suður-Kóreu 29. apríl.