„Ég hvet börnin mín til að leita annað“

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, hefur verið iðinn við að vekja athygli á hve mikið verra sé að reka heimili á Íslandi samanborið við Norðurlöndin. Hann setur þetta yfirleitt í samhengi við krónuna en meira að segja hörðustu andstæðingar Evrópusambandsins hljóta að sjá að munurinn á þessum tveimur efnahagssvæðum er gífurlegur. Raunar felst sá munur ekki síst í því hve íslenska kerfið er fjandsamlegt almennum borgurum.

„Nýjustu upplýsingar af krónunni. Svona líka gott að vera skuldari á Íslandi og reka heimili.  Verðbólgan er 656% hærri hér en í Danmörku, 74% hærri en í Noregi og 183% hærri en á Evrusvæðinu. Stýrivextir eru hér 157% hærri en í Danmörk og 106% hærri en í Noregi og á Evrusvæðinu. Ég hvet börnin mín til að leita annað – byggja sér líf á öðrum stað,“ segir Grímur og deilir myndunum sem sjá má hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí