Eignarhald á rútum hindri hraðlest

„Er hugsanlegt að núverandi eignarhald á hópferðafyrirtækjum, sem sjá um farþegaflutninga milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, sé að flækjast fyrir verkefninu?“

Þannig spyr leiðsögumaðurinn Guðmundur Björnsson ritaði í grein sem hann birtir á Vísi og fjallar um nauðsyn hraðlestar til og frá Keflavíkurflugvallar.

Hópferðafyrirtæki hafa töluverða hagsmuni af því að halda í núverandi farþega og gætu sett þrýsting á stjórnvöld til að tefja eða hindra framkvæmdina,“ segir Guðmundur.

„Það er ljóst að samkeppnin um farþega mun aukast með tilkomu hraðlestar og það gæti haft áhrif á núverandi þjónustuaðila, en á það að bitna á hagsmunum heildarinnar?“

Guðmundur segir lest frábæra hugmynd og rifjar upp tllögu Lava Express, sem var kynnt með pompi og prakt árið 2016.

„Þetta verkefni er sagt hafa gríðarlega möguleika til að bæta samgöngur, draga úr umferðarþunga og stuðla að umhverfisvænni ferðamátum.“

Helstu kostir séu tímasparnaður og þægindi. Lest nái allt að 250 km/klst hraða og ferðin taki korter.  Gríðarlegur tímasparnaður miðað við núverandi valkosti, eins og rútur og leigubíla.

Hægt yrði að ferðast á 15 mínútna fresti á annatímum​​​​ og efnahagslegur og umhverfislegur ávinningur ómældur.

Heildarkostnaður er talinn rúmlega 100 milljarðar króna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí