Eldgosið gæti haft áhrif á val á forseta

Nú þegar hraunstraumur ógnar innviðum og byggð á Reykjanesi vaknar spurning hvort náttúruhamfarirnar og afleiðingar þeirra geti haft áhrif á hug landsmanna til persónueinkenna forsetaefnanna í kosningu eftir þrjá daga.

Samstöðin spurði Ólaf Þ. Harðarson stjórmálafræðiprófessor emeritus hvað hann teldi um slíkt – því ætla má að þjóðhöfðingi líkt og forseti Íslands þurfi að búa jafnt yfir hlýju og festu til að hvetja eigin þjóð á erfiðum tíma.

„Það veit enginn,“ svarar Ólafur. „En það gæti hugsanlega haft áhrif.“

Ólafur segir þó erfitt að spá og ekki sé endilega víst að áhrifin verði nokkur.

„Stríð, náttúruhamfarir, plágur og aðrar ytri ógnir auka gjarnan stuðning við ríkjandi stjórnvöld – svokallaður „rally-around-the-flag effect“. Það er þó ekki algilt. Miklar náttúruhamfarir í Tyrklandi fyrir einhverjum misserum styrktu ekki Erdogan, enda stjórnvöld sökuð um léleg viðbrögð,“ segir Ólafur.

„En vel heppnuð viðbrögð íslenskra stjórnvalda gegn Covid-19 – að mati almennings –  leiddu vafalítið til þess að ríkisstjórnin hélt velli 2021,“ segir Ólafur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí