Gjafakort með skoðunum landsmanna
Umræða fer fram hvort fólk sem svarar í skoðanakönnunum um frambjóðendur og fleira, þurfi að skrá sig áður til leiks hjá þeim sem gera kannarnir og þiggi jafnvel gjafakort.
Má velta því upp hvort þessi háttur skekki úrtök, þar sem þeir sem telja sig vera í mestri þörf fyrir veraldlegan ávinnig svari frekar en aðrir.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaframbjóðandi spyr á facebook-síðu sinni hvort rétt sé að fólk þurfi að skrá sig til leiks hjá Prósenti, Gallup og Maskínu til að taka þátt í skoðanakönnunum.
Í athugasemd við færslu Steinunnar Ólínu segir Aldís Björgvinsdóttir að hún sé á lista hjá Gallup til að taka þátt í skoðanakönnunum.
„Það er haft samband við mig hægri og vinstri að taka þátt í skoðanakönnunum. Tek orðið ekki þátt í þeim, hef engan tíma. Í sumum þeirra fær maður greitt fyrir með gjafakorti og slíkt. En þau nálguðust mig um að skrá mig.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward