Harkvæðingarplágan á Íslandi og Ástralíu

Bæði láglaunafólk á Íslandi og Ástralíu eiga það sameiginlegt að neyðast til að fresta heimsókn til læknis, geta ekki mætt óvæntum útgjöldum og þar sem skammtímaráðningar eru að verða regla en ekki undantekning. Þetta trend í vinnurekstri hefur verið nefnt harkvæðing á okkar ylhýra.  Dæmi um harkvæðingu á Íslandi er Volt matar heimsendingar þjónusta. Þetta minnir óneitanlega á reynslu margra félagsmanna Eflingar, stærsta láglauna verkalýðsfélag landsins.

Í Sydney komu hundruð hark skúringakvenna og karla, sem sjá um að þrífa opinbera skóla og ríkisbyggingar, saman í vikunni til að krefjast bættra launa og kjara. Kröfur þeirra, þar á meðal hærri laun, skortur á atvinnuöryggi vegna harkvæingar starfa og mannskemmandi vinnuálag, þarna er aftur mikill samhljómur með bræðrum og systrum í Eflingu sem sjá um þrif, öryggismál og önnur láglaunastörf.

Nýleg skýrsla frá United Workers Union (UWU), sem er fulltrúi ástralskra skúringakvenna og karla, kynnti niðurstöðu rannsóknar á slæmri fjárhagsstöðu margra, þar sem 76 prósent frestuðu læknismeðferð vegna lágra tekna, 89 prósent minnkuðu kyndingu og meira en helmingur sleppti máltíðum vegna fjárskorts. Þessar tölur eru sláandi líkar þeim sem félagsmenn Eflingar á Íslandi hafa greint frá og varpa ljósi á sameiginlegar áskoranir sem láglaunafólk stendur frammi fyrir um allan heim.

Bæði Efling og UWU berjast gegn einkavæðingu og útvistun, sem þau segja hafa leitt til „kapphlaups til botns“ í launum og kjörum. Kapphlaup þar sem sigurvegarinn er ekki sá sem hleypur heldur sá sem hirðir arðinn. Bæði verkalýðsfélögin skora á stjórnvöld að innvista þessi mikilvægu störf aftur inn í opinbera geirann, tryggja sanngjörn laun, atvinnuöryggi og bætt starfskjör skúringakvenna og karla sem og annað láglaunafólk.

Samhljómur kjara skúringakvenna og karla í Ástralíu og á Íslandi sýnir að baráttan fyrir sanngjörnum launum og mannsæmandi vinnuskilyrðum er alþjóðleg. Því á eftirfarandi frasi svo sannarlega við:Verkakonur og karlar þessa heims rísi upp og sameinist.  Svo við umorðum frægan frasa frá Karl Max og Engels.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí