Ísland langt að baki Norðurlandanna í fjölmiðlafrelsi

Samfélagið 3. maí 2024

Ísland er mikill eftirbátur hinna Norðurlandanna er kemur að fjölmiðlafrelsi. Þetta sýnir ný skýrsla samtakanna Blaðamenn án landamæra. Á sama tíma og hin Norðurlöndin skipa efstu sæti vegna fjölmiðlafrelsis situr Ísland í 18. sæti.

Fall Fréttablaðsins var meðal svartra tíðinda í fjölmiðlaheiminum í fyrra.  Sjónvarpsstöðvarnar N4 og Hringbraut hættu daglegum útsendingum vegna fjárhagsvanda og sú fyrrnefnda er með öllu úr sögunni. Bót er í máli að Samstöðin hefur fest sig í sessi sem vaxandi fjölmiðill. Samstöðin hefur tvöfaldað hlustun og áhorf á fimm mánuðum og nær til tæplega 40.000 einstaklinga í viku hverri.

Meðal þess sem samtök Blaðamanna án landmæra benda á er að smæð markaðar sé vandamál. Þá er varað við að öflugir sérhagsmunaaðilar líkt og útgerðarmenn reki Moggann og fleiri miðla.  Bent er á að fjölmiðlafólk sem rannsakaði spillingarmál í Namibíu, kennd við Samherjaskjöl, hafi gengið í gegnum ófrægingarherferð og lögreglurannsókn. Þá er fundið að þrýstingi þingmanna og fleiri afla sem gagnrýna störf fjölmiðla.

Samstöðin byggir tekjur sínar að mestu á áskriftartekjum en ekki auglýsingum.

Í skýrslunni er nefnt að auknir opinberir styrkir vegna samdráttar í auglýsingatekjum gagnist stærri miðlum á kostnað minni miðla sem sé vandamál.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí