Íslendingar að verða náttúrulausir

Eru Íslendingar að verða náttúrulausir?

Margt bendir til að þannig fari fyrir landanum ef ekki verður spornað við áframhaldandi röskun ósnortins lands.

Rakel Hinriksdóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, hefur skrifað pistil, sem vakið hefur athygli á norðlenska fréttamiðlinum akureyri.net.

Hún bendir á hve heppin við erum að geta með frekar lítilli fyrirhöfn farið út og komist í stefnulaust rölt í villtri náttúru.  Allt landsvæði í sumum evrópuríkjum sé eyrnamerkt einhverjum. Rakel vitnar til viðtals við lækninn og náttúrubarnið Kristínu Sigurðardóttur í Mannlega þættinum á RÚV um daginn. Kristín lýsti yfir áhyggjum af stöðu landans varðandi náttúruleysi í þeim skilningi þegar fólk missir tengingu við náttúruna, uppruna okkar allra, vegna of mikillar fjarveru.

„Stígum létt til jarðar og njótum þess að hlusta, sjá og finna. Skiljum við farinn veg eins og hann var.“

Sjá pistil Rakelar hér: https://www.akureyri.net/is/pistlar/erum-vid-ad-verda-natturulaus?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR1YaPF4stckMUz_C1-czhTAEc9d-bGjFF3M-WylkNPfV7qSBYe9xUWxyxg_aem_ATzh39kDwJHsteagnYje9j_s2dUYzqRiH1yxuJ7vmvH8ub6B2AECbhZdP5J2FeuPnC422enPxUGd42FQ2abtO1DH

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí