Eru Íslendingar að verða náttúrulausir?
Margt bendir til að þannig fari fyrir landanum ef ekki verður spornað við áframhaldandi röskun ósnortins lands.
Rakel Hinriksdóttir, formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, hefur skrifað pistil, sem vakið hefur athygli á norðlenska fréttamiðlinum akureyri.net.
Hún bendir á hve heppin við erum að geta með frekar lítilli fyrirhöfn farið út og komist í stefnulaust rölt í villtri náttúru. Allt landsvæði í sumum evrópuríkjum sé eyrnamerkt einhverjum. Rakel vitnar til viðtals við lækninn og náttúrubarnið Kristínu Sigurðardóttur í Mannlega þættinum á RÚV um daginn. Kristín lýsti yfir áhyggjum af stöðu landans varðandi náttúruleysi í þeim skilningi þegar fólk missir tengingu við náttúruna, uppruna okkar allra, vegna of mikillar fjarveru.
„Stígum létt til jarðar og njótum þess að hlusta, sjá og finna. Skiljum við farinn veg eins og hann var.“
Sjá pistil Rakelar hér: https://www.akureyri.net/is/pistlar/erum-vid-ad-verda-natturulaus?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR1YaPF4stckMUz_C1-czhTAEc9d-bGjFF3M-WylkNPfV7qSBYe9xUWxyxg_aem_ATzh39kDwJHsteagnYje9j_s2dUYzqRiH1yxuJ7vmvH8ub6B2AECbhZdP5J2FeuPnC422enPxUGd42FQ2abtO1DH